Kári Hrafn Kjartansson

Kári er héraðsdómslögmaður með framhaldsmenntun á sviði alþjóðaviðskiptaréttar frá Erasmus University í Rotterdam. Kári hefur áralanga starfsreynslu á fjármálamarkaði.

Menntun og gráður

 • 2004
  Erasmus University Rotterdam – Meistaranám (LL.M) í alþjóðaviðskiptarétti
 • 2001
  Lögmannafélag Íslands – öðlast réttindi sem héraðsdómslögmaður
 • 1999
  Háskóli Íslands – Lagadeild (Cand. Juris)

Starfsreynsla

 • 2021
  KK Legal - Eigandi
 • 2014 - 2020
  Lögmaður á fyrirtækjasviði Landsbankans
  Helstu verkefni:
  • Skjalagerð og ráðgjöf vegna fjármögnunar fyrirtækja og verkefna.
  • Samskipti við opinbera aðila.
  • Verkstjórn ytri ráðgjafa.m.a. vegna erlendra útlána.
 • 2011 - 2014
  Lögmaður á sviði endurskipulagningar eigna hjá Landsbankanum
  Helstu verkefni:
  • Skjalagerð og ráðgjöf vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrirtækja og uppgjörs skulda.
  • Skjalagerð og ráðgjöf vegna yfirtöku bankans á fasteignum og fyrirtækjum.
  • Bein þátttaka í samningaviðræðum við fyrirtæki og aðra hagaðila.
  • Hagsmunagæsla vegna þrotabúa, greiðslustöðvana og nauðasamninga.
 • 2010 - 2011
  Lögmaður (Senior Manager) á skatta- og lögfræðisviði Deloitte
  Helstu verkefni:
  • Vinna við samruna, skiptingu og slit félaga.
  • Framkvæmd lögfræðilegra áreiðanleikakannanna.
  • Ráðgjöf varðandi almenna eftirfylgni við lög og reglur á sviði félagaréttar.
  • Samningaviðræður og skjalagerð.
  • Almennt utanumhald félaga
 • 2010 - 2014
  Lagadeild Háskóla Íslands
  Skipaður prófdómari í alþjóðlegum viðskiptarétti við lagadeild HÍ.
 • 2006 - 2010
  Lögmaður á lögfræði – og fyrirtækjasviðum Sparisjóðabanka Íslands
  Helstu verkefni:
  • Skjalagerð og ráðgjöf vegna erlendra fasteignaþróunarverkefna.
  • Yfirumsjón með lögfræðivinnu vegna erlendra útlána.
  • Skjalagerð og ráðgjöf í tengslum við kaup/sölu SPB á erlendum fyrirtækjum.
  • Skjalagerð og ráðgjöf fyrir fyrirtækjaráðgjöf bankans.
 • 2004 - 2006
  Löglærður fulltrúi hjá Landwell (nú BBA Legal )
  Helstu verkefni:
  • Skjalagerð og ráðgjöf við kaup, sölu og fjármögnun fyrirtækja.
  • Áreiðanleikakannanir
 • 2001 - 2003
  Lögfræðingur hjá embætti Lögreglustjórans í Reykjavík
  Helstu verkefni:
  • Aðstoða lögreglu við rannsókn auðgunarbrota, eignaspjalla o.fl.
  • Samning ákæra og málsmeðferð og flutningur sakamála fyrir dómi.
  • Málsmeðferð og flutningur rannsóknarkrafna fyrir dómi
 • 2000 - 2001
  Tollstjórinn í Reykjavík – verkefnastjóri gjaldþrotamála
  Helstu verkefni:
  • Hagsmunagæsla vegna þrotabúa, s.s. mæting á gjaldþrotaþing, málsmeðferð þegar gerðarþolar mótmæla kröfu um gjaldþrotaskipti, samskipti við skiptastjóra, o.fl.
  • Mætingar hjá sýslumönnum vegna aðfarargerða og nauðungarsala.
 • 1999 - 2000
  Löglærður fulltrúi hjá Sýslumannninum á Ísafirði
  Helstu verkefni:
  • Framkvæmd aðfarargerða og nauðungarsala.
  • Meðferð dánarbúa.
  • Þinglýsingar.

Sérsvið

 • Banka- og fjármálaréttur
 • Gjaldþrotaréttur og endurskipulagning fyrirtækja
 • Fasteignakauparéttur
 • Félagaréttur
 • Kaup og sala fyrirtækja
 • Samningaréttur
 • Veðréttur
 • Sakamál