Starfssvið

Alhliða lögmannsþjónusta fyrir innlend og erlend fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga.

Traust – Áreiðanleiki - Gæði

Þjónusta við fyrirtæki

Fjármögnun fyrirtækja og verkefna

KK Legal hefur víðtæka reynslu af fjármögnun fyrirtækja og verkefna. Veitir stofan ráðgjöf um hvaðeina sem snýr að rekstri banka og annarra fjármálafyrirtækja, sem og samskiptum þeirra við Fjármálaeftirlitið eða önnur stjórnvöld. Stofan annast jafnframt samningaviðræður og skjalagerð í tengslum við lánveitingar.

Félagaréttur

Hjá KK Legal er sérþekking á öllum sviðum hefðbundins félagaréttar. Sér stofan um að aðstoð íslensk og erlend fyrirtæki sem starfa í mismunandi geirum atvinnulífsins. Hefur lögmaður stofunnar víðtæka reynslu af því að aðstoða fyrirtæki, sem og stjórnendur þeirra og hluthafa, varðandi hvers kyns lagaleg álitaefni sem upp kunna að koma í tengslum við starfsemi slíkra aðila.

Skuldaskil og fjárhagsleg endurskipulagning

KK Legal veitir sérhæfða ráðgjöf á fjölbreyttum réttarsviðum sem varða fjárhagslega endurskipulagningu. Stofan vinnur að slíkum verkefnum bæði fyrir fyrirtæki og fjármálastofnanir og snúast þau meðal annars um útfærslu frjálsra samninga milli skuldara og lánardrottna um skuldaaðlögun, uppgjör skulda og ábyrgða eigenda, greiðslustöðvun, nauðasamningsumleitanir og gjaldþrotameðferð.

Kaup og sala fyrirtækja

KK Legal hefur mikla reynslu við kaup og sölu fyrirtækja og hefur unnið að fjölmörgum yfirtökum bæði hér heima og erlendis. Aðstoð KK Legal tekur m.a. til lögfræðilegra áreiðanleikakannana, tilboðs- og samningagerðar, auk fjármögnunarsamninga og samskipti við lánastofnanir og eftirlitsyfirvöld.

Samningaréttur og lögfræðileg skjalagerð

Hjá KK Legal er víðtæk reynsla af samninga- og skjalagerð meðal annars varðandi kaup og sölu fyrirtækja og fasteigna, leigusamninga, hluthafasamkomulög, lánasamninga, o.fl.

Innri lögfræðingur

KK Legal veitir víðtæka lögfræðiráðgjöf aðlagaða að þörfum hvers fyrirtækis. KK Legal sinna störfum fyrir fyrirtæki sem eins konar innri lögfræðingur. Í því felst m.a. að leiðbeina umbjóðendum við samningagerð, lántökur og skuldamál, ráðningasamninga og hvers konar aðra samninga sem nauðsynlegt er gera. Vegna reynslu KK Legal af lögfræðilegum áreiðanleikakönnunum, endurskipulagningu og fjármögnun fyrirtækja í flestum greinum atvinnulífsins þekkir stofan vel starfsemi flestra tegunda fyrirtækja.

Áreiðanleikakannanir

KK Legal hefur mikla reynslu af framkvæmd lögfræðilegra áreiðanleikakannana en í slíkri könnun felst ítarleg rannsókn ásamt skýrslugjöf um stöðu og starfsemi fyrirtækis. Hafa slíkar kannanir t.d. verið gerðar í tengslum við kaup og sölu fyrirtækis, vegna skráningar á markað og vegna stórra lántaka. Framkvæmir KK Legal þessar kannanir í samstarfi við sérfræðinga í t.d. skattarétti.

Þjónusta við einstaklinga