Skuldaskil og fjárhagsleg endurskipulagning

KK Legal veitir sérhæfða ráðgjöf á fjölbreyttum réttarsviðum sem varða fjárhagslega endurskipulagningu. Stofan vinnur að slíkum verkefnum bæði fyrir fyrirtæki og fjármálastofnanir og snúast þau meðal annars um útfærslu frjálsra samninga milli skuldara og lánardrottna um skuldaaðlögun, uppgjör skulda og ábyrgða eigenda, greiðslustöðvun, nauðasamningsumleitanir og gjaldþrotameðferð.

KK Legal hefur víðtæka reynslu og sérþekkingu á málum varðandi fjárhagslega endurskipulagningu og uppgjöri skulda en eigandi stofunnar hefur tekið þátt í og stýrt lögfræðivinnu stærsta banka landsins við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja í flestum greinum atvinnulífsins. Má hér nefna sjávarútvegsfélög, fasteignafélög, fjárfestingarsamsteypur, fjármálafyrirtæki og stór rekstrarfélög. Þegar þessi reynsla er höfð til hliðsjónar er ljóst að KK Legal er í sérflokki þegar kemur að verkefnum í tengslum við fjárhagsörðugleika og fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja.

Sérþekking KK Legal á sviði fjármögnunar, eignaréttar, skuldaskila og veðréttar gerir stofunni kleift að veita viðskiptavinum framúrskarandi ráðgjöf vegna fjárhagslegra erfiðleika og getu til að hafa umsjá með umfangsmiklum og flóknum verkefnum á þessu sviði.

Ráðgjöf stofunnar á þessu sviði tekur m.a. til:

  • Samninga- og skjalagerðar vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar og uppgjöri skulda.
  • Stýring samningaviðræðna milli skuldara og kröfuhafa varðandi lausn deilumála.
  • Ráðgjöf til kröfuhafa í tengslum við þrotabú og félög í fjárhagsörðugleikum.
  • Ráðgjöf vegna laga og reglna sem á reynir á þessu sviði.
  • Ráðgjöf til stjórna fyrirtækja sem eru í fjárhagslegum erfiðleikum.
  • Hagsmunagæsla fyrir fyrirtæki og einstaklinga í fjárhagslegum erfiðleikum, m.a. aðstoð við gjaldþrota fyrirtæki að ná búi sínu til baka.
  • Ráðgjöf vegna endurfjármögnunar.
  • Eignasala í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu.
  • Fullnusta vegna veðtrygginga.
  • Ráðgjöf til aðila sem hafa áhuga á að kaupa fyrirtæki sem eru í fjárhagslegum erfiðleikum.