Innri lögfræðingur

Það reynir á ýmis lögfræðileg álitamál í daglegri starfsemi fyrirtækja. KK Legal veitir víðtæka lögfræðiráðgjöf aðlagaða að þörfum hvers fyrirtækis. KK Legal sinna störfum fyrir fyrirtæki sem eins konar innri lögfræðingur. Í því felst m.a. að leiðbeina umbjóðendum við samningagerð, lántökur og skuldamál, ráðningasamninga og hvers konar aðra samninga sem nauðsynlegt er gera. Gefst umbjóðendum KK Legal þannig kostur á að gera samninga við stofuna um ákveðna fjölda tíma á ársgrundvelli sem auðveldar allar fjárhagsáætlanir fyrirtækisins.

Í upphafi viðskipta leitast KK Legal við að kynnast umbjóðendum sínum og er m.a. kannað hvað starfsemi fyrirtækisins útheimtir mikla lögfræðiráðgjöf, hversu mikil ráðgjöf svarar kostnaði, hvert sé gildi ráðgjafarinnar o.s.frv.. Innifalið í þjónustunni er að framkvæmd er svokölluð einföld áreiðanleikakönnun sem felst í því að kannað er hver séu helstu lög og reglur sem gilda um starfsemi fyrirtækisins og hverjar séu helstu skyldur fyrirtækisins samkvæmt þeim.

Kostir þess að ráða KK Legal sem innri lögfræðing eru m.a.:

 • Aðgangur að yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu af hvers konar skjalagerð:
  • Kaup og sala fyrirtækja, fasteigna og annarra eigna.
  • Fjármögnun fyrirtækja og verkefna.
  • Hluthafasamkomulög.
  • Leigusamningar.
 • Aðstoð í samskiptum við fjármálastofnanir og opinbera aðila
 • Almennt utanumhald fyrirtækja. KK Legal taka m.a. að sér hlutverk ritara stjórnar fyrirtækja (e. Company Secretary). Í því felst m.a. að styðja við störf formanns stjórnar og bera ábyrgð með formanni á lögboðnum og ólögboðnum starfsháttum stjórnar.

Vegna reynslu KK Legal af lögfræðilegum áreiðanleikakönnunum, endurskipulagningu og fjármögnun fyrirtækja í flestum greinum atvinnulífsins þekkir stofan vel starfsemi flestra tegunda fyrirtækja.