Kaup og sala fyrirtækja

KK Legal hefur mikla reynslu við kaup og sölu fyrirtækja og hefur unnið að fjölmörgum yfirtökum bæði hér heima og erlendis. Aðstoð KK Legal tekur m.a. til lögfræðilegra áreiðanleikakannana, tilboðs- og samningagerðar, auk fjármögnunarsamninga og samskipti við lánastofnanir og eftirlitsyfirvöld. Erlent tengslanet KK Legal tryggir viðskiptavinum stofunnar aðgang að þjónustu lögmanna erlendis með hagkvæmum hætti þegar þess er þörf, t.d. við kaup eða sölu félaga eða eigna og hluti þeirra er annars staðar en á Íslandi.

Þjónusta okkar felst m.a. í:

  • Ráðgjöf við kaup og sölu fyrirtækja sem og við fjárfestingar í eignarhlutum í fyrirtækjum.
  • Samninga- og skjalagerð.
  • Ráðgjöf við stofnun fyrirtækja, fjármögnun þeirra og samruna við önnur fyrirtæki, bæði hérlendis og erlendis.
  • Lögfræðilegar áreiðanleikakannanir.
  • Samskipti við eftirlitsstofnanir og fjármögnunaraðila.