Fjármögnun fyrirtækja og verkefna

KK Legal hefur víðtæka reynslu af fjármögnun fyrirtækja og verkefna en eigandi stofunnar hefur komið að mörgum flóknum og stórum fjármögnunarsamningum sem lögmaður á útlánasviðum hjá bönkum. Stofan þekkir því vel til allra tegunda útlána og hvernig slík lán eru útfærð af lánveitendum. Þá hefur stofan byggt upp sterk tengsl við lögmannsstofur á Norðurlöndunum, Bretlandi, Bandaríkjunum og Eystrasaltsríkjunum og höfum við veitt ráðgjöf við fjölda verkefna í samvinnu við nokkrar af stærstu lögmannsstofum þessara landa.

KK Legal veitir ráðgjöf um hvaðeina sem snýr að rekstri banka og annarra fjármálafyrirtækja, sem og samskiptum þeirra við Fjármálaeftirlitið eða önnur stjórnvöld. Stofan annast jafnframt samningaviðræður og skjalagerð í tengslum við lánveitingar.  Þjónusta okkar felst m.a. í:

  • Skjalagerð í tengslum við allar tegundir verkefnafjármögnunar. Má hér nefna fjármögnun lóðakaupa og byggingarframkvæmda, fjármögnun á flugvélum, fjármögnun vegna birgða, krafna og annarra fjárfestinga, sem og fjármögnun vegna skuldsettra fyrirtækjakaupa.
  • Álitsgerðir varðandi lánveitingar og tryggingar.
  • Ráðgjöf varðandi val á milli fjármögnunarkosta og uppbyggingu fjármögnunar.
  • Hagsmunagæsla fyrir lántakendur og ábyrgðarmenn gagnvart fjármálafyrirtækjum.