Félagaréttur

Hjá KK Legal er sérþekking á öllum sviðum hefðbundins félagaréttar. Sérþekking KK Legal á öðrum sviðum lögfræðinnar, t.d. á sviði fjármögnunar, samkeppnisréttar og á sviði yfirtaka og samruna tryggir skilvirk vinnubrögð. Stofan hefur byggt upp tengsl við lögmannsstofur á Norðurlöndunum, í Bretlandi, Eystrasaltsríkjunum og Bandaríkjunum. Þær geta veitt viðskiptavinum KK Legal ráðgjöf um rétt í viðkomandi landi í samvinnu við KK Legal.

Sem dæmi um þá þjónustu sem veitt er á þessu sviði má einkum nefna:

  • Ráðgjöf um val á fjármögnun.
  • Ráðgjöf varðandi stofnun og umgjörð hlutafélaga.
  • Ráðgjöf vegna breytinga á stjórnskipulagi og samþykktum félaga, undirbúningur og stjórnun hluthafa-og aðalfunda.
  • Hagsmunagæsla fyrir félög og/eða einstaka hluthafa.
  • Framkvæmd lögfræðilegra áreiðanleikakannana á fyrirtækjum.
  • Kaupréttaráætlanir og einstakir kaupréttarsamningar.
  • Ráðgjöf vegna stjórnarhátta fyrirtækja.
  • Ráðgjöf varðandi fylgni við reglur hlutafélagalaga.
  • Ráðgjöf vegna yfirtöku félaga.