Fasteignir og önnur eignarréttindi

KK Legal sinnir fjölþættum verkefnum tengdum fasteignum og fasteignaréttindum, þ.m.t. hagsmunagæslu og lögfræðiráðgjöf vegna fasteignakaupa. KK Legal hefur ennfremur mikla reynslu vegna fjármögnunar byggingarframkvæmda og fasteignaþróunarverkefna.

Þjónusta KK Legal á þessu sviði

  • Ráðgjöf vegna viðskipta með fasteignir og fyrir kaupendur og seljendur vegna ágreiningsmála sem upp koma í fasteignakaupum, s.s. vegna greiðsludráttar, meints galla, afhendingardráttar eða annarra vanefnda.
  • Ráðgjöf vegna forkaupsréttar, kaupréttar og beitingar slíkra réttinda.
  • Hagsmunagæsla vegna skaðabótaábyrgðar fagaðila sem koma að sölu eða byggingu fasteigna, svo sem varðandi kröfur á hendur fasteignasölum, byggingarstjórum, hönnuðum og vátryggingarfélögum þeirra.
  • Ráðgjöf og samskipti við fjármálastofnanir vegna fjármögnunar byggingarframkvæmda og fasteignaþróunarverkefna.
  • Ráðgjöf fyrir eigendur eða verktaka vegna breytinga eða framkvæmda við fasteignir.
  • Ráðgjöf fyrir leigutaka og leigusala atvinnu- eða íbúðarhúsnæðis varðandi m.a. gerð leigusamninga, uppsögn, riftun og útburðamál.
  • Ráðgjöf fyrir húsfélög og eigendur fjöleignarhúsa.