Áreiðanleikakannanir

KK Legal hefur mikla reynslu af framkvæmd lögfræðilegra áreiðanleikakannana en í slíkri könnun felst ítarleg rannsókn ásamt skýrslugjöf um stöðu og starfsemi fyrirtækis. Hafa slíkar kannanir t.d. verið gerðar í tengslum við kaup og sölu fyrirtækis, vegna skráningar á markað og vegna stórra lántaka. Framkvæmir KK Legal þessar kannanir í samstarfi við sérfræðinga í t.d. skattarétti.

Meginmarkmið áreiðanleikakannanna er að kanna hvort einhverjar sérstakar vísbendingar séu um áhættu í starfsemi fyrirtækisins, t.d. að kanna hvort starfsemi fyrirtækis sé í samræmi við þau lög og þær reglur sem um starfsemina gilda. Ennfremur að kanna hvort allar eignir og öll réttindi sem fyrirtækið byggir starfsemi sína á séu nægilega tryggðar. Þá lítur áreiðanleikakönnun einnig að því að kanna hvort skuldbindingar fyrirtækisins séu meiri en stjórnendur fyrirtækisins gera ráð fyrir. Áreiðanleikakönnun stuðlar að því, sé hún rétt framkvæmd, að takmarka óvissu vegna viðskipta þannig að hægt sé að fækka verulega fyrirvörum og ábyrgðum í kaupsamningi.